„
Ég hef verið að hjóla í mörg ár og alveg pælt aðeins í hvernig staðan á mér er og svoleiðis, mér fannst ég vera komin með ansi gott "fitt" á hjólið mitt... þar til ég fór til Sigga í Bikefit. Ég ætlaði bara að vera viss en komst að því að ég var bara alls ekkert með rétt fit og eftir að hafa sætt sjálfa mig við það og átt tvær erfiðar vikur þar sem mér fannst allt eitthvað smá off, þá varð allt æðislegt. Siggi er 100% fagmaður með smáu og stóru atriðin á hreinu, mæli sannarlega með fyrir alla að láta fitta sig, og ekki bara þegar það er orðið of seint og einhverjir verkir farnir að koma í ljós.
— Freydís Heba Konráðsdóttir